19.8.2010 | 23:36
Sækjast sér um líkir!
Bardot gamla og Paul Watson eru enn einu sinni komin á stjá til að vekja á sér athygli og reyna að fá einhverja elliæra sakleysingja til að rétta sér aur. Allt hefur gengið á afturlöppunum hjá Watson og Sea Sheepard. Karlinn útlægur frá sínu föðurlandi Canada. Bæði hann og gamla Bardot uppvís að því að sviðsetja eða "fréttamyndir" um ómannúðlegar aðferðir veiðimanna, í ísnum við St. Lawrensflóa on við Nýfundnaland. Bardot þá mun snoppufríðari og áratugum yngri en nú, lét mynda sig með selkóp í mjólkurhárum (Babyseal) sem hún sagist hafa bjargað frá "blóðþyrstum morðvörgum". Síðar komst upp að kópurinn var uppstoppaður, og myndatakan fór fram í stúdíói!! En myndin varð heimsfræg og frúin rakaði saman peningum sem hjartagott fólk gaf. Ég dvaldi á Newfoundland um þriggja ára skeið árin ´96-´98. Tvisvar á þeim tíma sannaðist að Watson og hans fólk lét sýna sviðsettar og leiknar "fréttamyndir" í sjónvarpi, þar sem dýrum var misþyrmt, og Kanadiskir selveiðimenn sagðir að verki. Brian Toby þáverandi forsætisráðherra, og Sandra Kelly umhverfisráðherra gengu í að láta rannsaka tilurð þessara "frétta" Báðar reyndust sviðsettar. Í öðru tilfellinu hafði "þorpsróninn í Petty Harbour" verið keyptur fyrir tvær Whisky flöskur og 300 dollara til að lemja með hakaskafti á dauðum selkópi sem var að hálfu í hvarfi bak við ójöfnu á ísnum. Þetta var tekið upp og klippt saman við óviðkomandi athafnir veiðimanna. Watson lifir á sníkjum og nú vantar karlinn athygli, og peninga, eftir hrakfarir Sea Sheepard gegn hvalveiðum Japana við suðurskautslandið í sumar. Þá er smáþjóðin í Færeyjum vænlegt skotmark í hans augum, enda á hann þeim grátt að gjalda frá þeirra fyrri viðskiptum!!
Bardot vill stöðva grindadráp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Stefán Lárus Pálsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert ekkert annað en lygari sem hefur enginn rök á sinni hlið og þarf þessvegna að búa þau til.
Aldrei nokkurntímann hefur Paul Watson eða Sea Shepherd verið uppvís að því að sviðsetja nokkurn skapaðann hlut. Þetta með þorpsrónann í Petty Horbour átti sér aldrei stað og hefur ekkert að gera með Bardot né Watson. Hvernig finnur þú út að herferð þeirra gegn japönsku hvalveiðimönnum hafi mistekist á þessu tímabili. Japanir náðu einungis að veiða helminginn af kvótanum þökk sé Sea Shepherd. Hvernig getur honum vantað athygli þegar sjónvarpsþáttur sem hann er aðalpersóna í, hefur verið tilnefndur til margra verðlauna og aldrei nokkurntíman verið vinsælli. Watson hefur aldrei verið jafn áberandi í fjölmiðlum en nú. Hundruðir þúsunda um allann heim styðja við bakið Sea Shepherd. Þú art ansi duglegur að búa þér til staðreyndir þér í hag. Ég ætla rétt að vona að þú hafir verið að grínast í þessum pistli ,því það er ekki eðlilegt að ljúga öðru hverju orði sem maður gubbar útúr sér.
Eru þessi video kannski sviðsett líka:
http://www.youtube.com/watch?v=yXZPmdULIKs
http://www.youtube.com/watch?v=D2dYNLwtRkc
Mæli með því að þú horfir á þau til enda. Þá skilur þú að það er ekki hægt að réttlæta þennann viðbjóð.
Jóhannes (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 00:03
Jóhannes. Nú sérðu hvernig kjøt lítur út. Held að Mcdónaldsið thitt hafi fengið verri meðferð.
Karl (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 00:26
Jóhannes... beitir þú eitthvað frekar rökum??? ég gat nú ekki séð þau...
Ásmundur Guðjónsson (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 01:02
Jóhannes... beitir þú eitthvað frekar rökum??? ég gat nú ekki séð þau...
Ásmundur Guðjónsson (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.