Nú hlær Benitz!!!

Ég sagði alltaf að vandi Leverpool liðsins lægi hjá leikmönnum þess, og ekki síður áhangendaskaranum sem alltaf var tilbúinn að bíta í hælana á Benna rauða, meðan hann var við stjórnvölinn á Anfield. "Burt með spanjólann", hljómaði ef allir leikir unnust ekki. Svo kom, að Evrópumeistararnir tóku Benna til sín, sem var nú aldeilis viðurkenning fyrir karlinn, og Leverpool fékk hann Hodgson gamla í staðinn sem ekki hefur unnið neinn bitastæðan bikar á sinni tíð. Og áhangendur LFC fylltust fögnuði. En hver er staðan liðsins í dag? Félagið er í neðrihluta deildarinnar, tapar f. MU. og skítliggur svo í kjölfarið fyrir liði úr FJÓRÐU deild í vítaspyrnu keppni, og það á Anfield, sínum heimavelli! Þvílík niðurlæging! En lengi getur vont versnað!!! Hodgson fer á hnén og biður fólk afsökunar á frammistöðu liðsins! Ætli Rafael Benitz sé ekki hlátur í hug núna eftir allt sem hann mátti heyra forðum frá sínum "stuðningsmönnum", ný búinn að segja í blaðaviðtali, að eigendur liðsins séu búnir að nær eyðileggja það, hafi engan áhuga eða metnað í boltanum, hafi ekki neitt vit á fótbolta, og það sé vonlaust að ætla að ræða un fótbolta við þá!!LoL
mbl.is Hodgson bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohhh  Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem að úrvalsdeildarlið dettur út fyrir neðri deildarliðum...  Og ef að ég man rétt þá datt td man ure út fyrir utandeildarliði fyrir ekki svo löngu.  En þetta er nú bara worthless cup....  Grátum hann nú ekki.  Bjarta hluti sá ég nú samt (réttara samt heyrði) í þessum leik.  Unglingar marir léku hluta eða allann leikinn og áttu alveg sína spretti.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 13:22

2 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Nei, satt segir þú Jón Ingi: En, hér um að ræða heimaleik á Anfield, gegn liði í D-deild, (neðstu deild). Það er engin málsbót þó einhver annar hafi einhverntíma gert í buxurnar við svipað tækifæri. Og byrjum leiktímabilsins er nú ekki beinlínis neitt til að hrópa húrra fyrir hjá Hodgson og hans lærisveinum. Stigataflan sýnir það. Síðan Benni fór, hefur árangur LFC verið dapur, vægast sagt, þó hörðustu stuðningsmenn finni einhverja ljósa punkta í leik liðsins. Þessi bikar telst til verðlauna, og þykir ágæt búbót í verðlaunasafni félaga með metnað. En: Það er eitthvað mikið að hjá LFC. Fullt af góðum leikmönnum, og hefur verið lengi. Ná ekki að þjappa sér saman í massifa liðsheild, og sveiflukenndur leikur, og árangur eftir því. Trúlega er rétt hjá Benitz, að eigendurnir dragi árangur liðsins niður, þar sem framtíðin er í lausu lofti. og menn hafi ekki hvatningu til að leggja sig 100% fram. Þetta er margra skoðun.

Stefán Lárus Pálsson, 23.9.2010 kl. 14:27

3 identicon

Félag með metnað ...  Semsagt er ekkert úrvalsdeildarlið þá með neinn metnað :D

En annars er það mikið rétt að eigendamálin spila mjög mikið inní hér.  En annars var ég að skírskota til margra Man Utd manna sem að ég þekki vel.  Þegar Liverpool vann þennann bauk undir stjórn houliers unnu þeir þessa dollu 3svar ef að minnið er ekki að svíkja mig.  Þá kölluðu þeir hann worthless cup af því einmitt að þeir duttu reglulega útúr þessari keppni, sökum þess að varaliðið var nánast engöngu notað...  Svo að á maður ekki bara að líta bjartsýnum augum á tímabilið :)

Jón Ingi (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefán Lárus Pálsson

Höfundur

Stefán Lárus Pálsson
Stefán Lárus Pálsson
Fyrrum sæfari
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband