6.11.2008 | 15:14
Orðaglamur Gísla Marteins stoppar ekki.
Gísli Marteinn Baldursson, seinheppinn farandborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, birtist eins og skrattinn úr sauðarleggnum á sjónvarpsskjánum í gærkvöldi. Jú hann er formaður í umfjöllunargengi óánægðra íbúa á Miklubrautarsvæðinu, og nú átti hann erindi í fjölmiðla. Það var nefnilega komið fram vísdómsálit þessa teymis er að nú skyldi hafist handa við að gera jarðgöng fyrir þá umferð sem fer um MIklubraut! Þetta væri bara mál til að drífa í gang. Kostaði bara svona 8 til 11 þúsund miljónir, miðað við verðlag í September s.l. tæki bara tvö ár að undirbúa þetta. (Gengi íslenskrar kónu hefur hríðfallið síðan í september), og hvað þessar upphæðir þýða eftir tvö til þrjú ár veit enginn, og því er svona kosnaðaráætlun froðusnakk. Jú, hann vonast til að ríkið sé tilbúið að sletta 8 miljörðum króna í þessa "Þjóðvegagerð í þéttbýli", (septembergengi krónu. Ætli ríkisvaldið verði ekki að forgangsraða á næstu árum í hvað er hægt að setja peninga, og það bráðnauðsynlega hafi forgang, óhjákvæmilega! Það hefur kannski ekki fréttst til Skotlands þar sem borgarfulltrúinn býr að innviðir þjóðfélagsins hrundu á einni nóttu, og við göngum nú um heimsbyggðina með betlistaf. Stokkur í Miklubraut er ekki eitthvað lífsnauðsynlegt við þessar aðstæður þegar stefnir í að tugir þúsunda þurfir að þola atvinnumissi og neyðaraðstoð. Okurvextir eru að ganga af efnahag heimila og atvinnufyrirtækja dauðum, fjöldauppsagnir í hverri viku, og meðan svo er, þá er þessi hugmynd eitt það alvitlausasta sem nokkrum getur dottið í hug. og er þó að nægu að taka á þessum bæ. Mengun frá umferð þarna minkar fljótt þegar við eigum ekki lengur fyrir eldsneyti á bílana okkar, svo er ykkur fyrir að þakka sem stutt hafið og styðjið enn Sjálfstæðisflokkinn með bundið fyrir bæði augu, á hans 17 ára setu í ríkisstjórn. Við erum á hraðri leið til miklar hörmunga með skelfilegum og ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þetta eru móðuharðindi af mannavöldum, og blá móða yfir landinu, eins og sagt er að hafi fylgt svartadauða. Við getum gleymt stokknum hans Gísla til betri tíma. Það styttist ört í valdamissi þeirra bláu hjá borg og ríki, og við getum lifað án stjórntaka þeirra, þó sanntrúaðir bláir trúi því að stjórnarseta íhaldsins sé órjúfanlegt lögmál, svo er ekki, Obama sýndi okkur að almenningur getur breytt ásynd þjóðar, og losað sig við óhæfa stjórnendur. Stokkurinn hans Gísla fær frestun!
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Stefán Lárus Pálsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 457
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.