13.2.2009 | 22:01
Af hverju ekki hér?
Af hverju ætti þvottur á ábatafé vafasamra viðskipta ekki alveg eins farið fram hér, eins og önnur tilfærsla á peningum sem þarf að láta hverfa úr augsýn yfirvalda eftirlitsstofnana og skattayfirvalda? Okkar menn eru fljótir að læra "nútíma viðskiptaaðferðir" til að auðgast fyrir framan nefið á þeim sem stjórna eiga málum, en eru bara ekki nægilega upplýstir til þess að sjá við þeim sem alltaf eru skrefi á undan þeim sem þykjast vera við stjórnvölinn í dóms- og peningamálum. Það þarf að skoða þetta mikið betur. Í Kastljósi kvöldsins kom fram að aðeins eitt mál var til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild Lögreglunnar, sem er með ólíkindum! Einhverjir sjá sér hag í því að draga tennurnar úr þessari mikilvægu deild í formi fjársveltis, og þannig skapast svigrúm á meðan til allskonar leikfimi með fjármuni af ýmsum toga, á skjön við lög og reglur. Það verður að hella sér út í öfluga rannsóknarvinnu, það gæti skilað miklum fjármunum til baka í Ríkissjóð. Það er fullt af atvinnulausu reyndu fagfólki sem gæti byrjað þessa vinnu strax. Það er örugglega gáfulegra að setja fjármuni í aukið umfang Efnahagsbrotadeildar lögreglunnar, en að fara að setja miljarða (sem ekki eru á lausu) í hræið af tónlistarhúsi ,er hugsað var sem minnismerki um "bankaeiganda" og konu hans, meðan gullið streymdi, allsstaðar, en enginn vissi hvaðan eða hvert!!!
Peningaþvætti gæti hafa farið fram hjá lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Stefán Lárus Pálsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrst að íslensk lögregla vissi ekki um það getum við verið nokkuð viss um að síðustu ár hefur verið stundað hér gríðarlega umfangsmikið peningaþvætti. Björn Bjarnason passaði nokk uppá að svelta efnahagsbrotadeildina svo að vinir og félagar gætu makað krókinn.
Nostradamus, 13.2.2009 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.