Fallin á tíma?

Svínaflensan fer nú sem logi yfir akur á Íslandi. Læknar segja veiku fólki að vera heima, þvo sér um hendur, drekka vatn og éta verkjalyf. Jú, það á víst að sögn sóttvarnarlæknis, að bólusetja nær alla þjóðina gegn þessari pest. Fyrstu 12500 skammtarnir af bóluefni væntanlegir, handa forgangshópum, í heilbrigðisþjónustu, löggæslu og samgöngum, til að halda þeirri nauðsynlegu þjónustu gangandi. Svo kemur enn síðar meira bóluefni, þá er mest þörfin hjá "fólki með undirliggjandi sjúkdóma", síðan koma fleiri sendingar handa þeim sem ekki tilheyra fyrrnefndum hópum. Nú er á reiki hvort ein bólusetning dugir, þó talið "líklegt" af einhverri alþjóðastofnun. Bóluefnið er víst  a.m.k. eina eða tvær, eða jafnvel þrjár vikur að virka eftir bólusetningu, samkvæmt fréttum RÚV í dag. Ef inflúensan breiðist hratt út, og bólusetning landsmanna er ekki í augsýn á næstu vikum, og virkni bólusetningar sé allt að þrjár vikur, erum við þá ekki fallin á tíma við að fyrirbyggja fjöldasýkingu og veikin nái til mikils fjölda fólks, og valdi skaða hjá mörgum. Við horfumst í augu við mikinn vanda hvað þetta varðar á næstu vikum.
mbl.is Flensan breiðist hratt út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðan er spurning hvort að þeir sem eru búnir að fá flensuna séu þar með ekki orðnir ónæmir og hafa ekkert við bóluefnið að gera, enda vægast sagt skiptar skoðanir um gagnsemi þess og læknar og fræðimenn hafa varað við því að það sé alltof sterkt og ekki nægilega vel rannsakað. http://www.youtube.com/watch?v=xdLNMEXWTL8

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 16:31

2 identicon

Þeir eru samt hættir að taka sýni til að fá staðfestingu nema í algjörum undantekningartilfellum og því veit fólk ekki fyrir víst hvort það sé búið að fá flensuna eða ekki og er því hugsanlega að láta bólusetja sig að óþörfu!! Skil ekki alveg þann sparnað, sýnatakan getur ekki verið það mikið dýrara en bóluefnið...

Gestur (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefán Lárus Pálsson

Höfundur

Stefán Lárus Pálsson
Stefán Lárus Pálsson
Fyrrum sæfari
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband