Í sálarangist

Þúsundir fólks bíða skelfingu lostið eftir því hvort atvinnuveitendur þeirra sendi uppsagnarbréfið til þeirra nú um mánaðarmótin. Þúsunda fólks sem eru fyrirvinnur heimilanna bíður ekkert annað en úrræðaleysi í svartnætti atvinnuleysisins. Maður sér niðurbrotið grátandi fólk sem búið er að ræna lífsbjörginni, möguleikanum til að sjá sér og sínum farborða, og jolahátíðin á næsta leiti. Skelfilegt ástand er komið upp meðal okkar, og þetta er bara rétt að byrja, skriðan fór endanlega af stað þegar á okkur var slengt 18% stýrivöxtum af myrkramatginni í Svörtuloftum og ráðvana ríkisstjórn, sem talar hver í sína áttina um lántöku frá alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Geir Hilmar: "Engin skilyrði, ja Seðlabankinn ræður þessu" ( Auðvitað ræður Davíð, en ekki forsætisráðherrann). Ingibjörg Sólrún: "Vissi ekki um nein skilyrði". Davíð í Svörtuloftum: "Jú það voru sett skilyrði um 18% stýrivexti" Ef rétt reynist, þá liggur beint við að álykta að ráðherrar vorir fylgist ekki með því sem er að ske, og varðar örlög þjóðfélagsins. Er þá ekki kominn tími til að þetta lið taki sér hvíld og hleypi óþreyttara fólki á stjórnpall þjóðarskútunnar? Það verður leitun á lakari stjórnendum en nú eru í í brúnni. Ráðaleysið og ruglið beinlínis lekur út þegar tekið er til máls. Það er ekki hægt að bæta allt sem aflaga fer. Það ætti stjórnendur lands vors að íhuga meðan þeir sjá þann kost vænstan að sökkva landinu í óviðráðanlegum skuldum, til að borga skuldir ehf, einkahlutafélaga fjárfesta í útlöndum, útvalinna og innmúraðra fjárfesta sem ríkið nánast gaf bankana okkar til einkavæðingar. Við eigum ekki að borga skuldir óreiðumanna í einkageiranum erlendis eða heima. Þar er é sammála Davíð seðlabankastjóra. En atvinnumissir þúsunda fólks er mesta bólið. Hætt er við að ólgan í þjóðarsálinni gjósi upp af fyrna ofsa með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það er búið að tala nóg af knöppu viti. Ráðmenn: Horfist í augu við raunveruleika líðandi stundar, og reynið að setja ykkur í spor okkar sauðsvarts almúga þessa lands. Því ættum við að trúa ykkur og treysta? þið gefið ekki tilefni til þess!

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefán Lárus Pálsson

Höfundur

Stefán Lárus Pálsson
Stefán Lárus Pálsson
Fyrrum sæfari
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 363

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband